Takk fyrir

Kæru ættingjar, vinir og kunningjar, nú fyrir stundu hringdi til mín kona frá Velferðarráðuneytinu og tjáði mér að einstök mál færu aldrei inná borð ríkisstjórnar einsog mér hafði verið tjáð af mínum lækni heldur væri þetta rætt á samráðsfundi lyfjanefndar og sjúkratrygginga Íslands. Ég setti fram þær upplýsingar sem ég taldi vera réttar og harma það að hafa farið með rangt mál. Hinsvegar var fundur í þessari nefnd 20. desember þar sem okkar mál var ekki tekið fyrir og virðist það hafa fest eitthverstaðar í kerfinu. Í morgun hef ég tekið við símtölum frá fjölda fólks og fjölmiðlum en því miður ekki náð að svara þeim öllum. Það virðist vera kominn skriður á okkar má fyrir það vil ég þakka ykkur kæru vinir

Guðmundur Skúli Halldórsson


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Við höldum bara áfram að vekja athygli á þessu máli og þrýsta á tafarlausa lausn.

Rannveig Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 17:07

2 identicon

Ótrúlegt að þetta þurfi að fara í gegnum eitthvað ríkisbatterí. Læknirinn þinn á að hafa vald til að gefa þér lyfin sem þú þarft.

Annars skiptir það engu máli hvaða ríkisbatterí er að tefja það að þú fáir lyfin þín. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þeim öllum, svo þú fórst aldrei með rangt mál.

Óli (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 17:12

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Guðbjarti Hannessyni Velferðarráðherra var bent á málið í Fésinu í dag - hann skrifaði færslu um málið og hefur strax haft samband við sitt starfsfólk.

Gott að skriður er kominn á máli - þú skrifaðir það sem þér var sagt og það hefðum við líka gert í þínum sporum.

Gangi ykkur bræðrum allt í haginn ♥

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2013 kl. 18:11

4 identicon

Sæll Guðmundur Skúli,

Innilegar samúðarkveðjur vegna andláts móður þinnar.

Haltu áfram að skrifa og við hin deilum það virkar. Stend upp fyrir ykkur bræðrum trúi því að ykkar mál leysist.

Kærar kveðjur

Sesselja Hrönn.

Sesselja Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 18:24

5 identicon

Sæll Guðmundur

Varðandi fabry sjúkdóminn þá get ég leitt þig í ýmsan sannleika um hann og sé t.d. að ýmislegt er rangt sagt hér í commentum. Ef þú vilt máttu senda mér póst á netfangið sem ég læt fylgja með.

kv. Steini

Steini (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 18:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið gott að heyra Guðmundur minn.  Til hamingju með það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 21:03

7 identicon

Sæll Guðmundur.

Ég vil bara votta þér og þínum samúð mína vegna fráfalls móður þinnar og vona innilega að þið fáið þá meðferð sem þið þurfið sem allra fyrst.

Með kærri kveðju frá Ísafirði.

Sissú (Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir) (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 13:53

8 identicon

mer finnst því miður að þeir sem eru sjúkir og aldraðir megi fá að fara. Vísa tilmælum til almennings að taka á þessum málum og ekki láta kyrrt liggja.

  Stöndum með sjúkum og gömlum.

   Ef ekkert er gert og allir berjast einir- eru mál þöguð í hel.

 kv.

Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 22:08

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Guðmundur;

Datt í hug að senda þér smá heimspekilegar hugleiðingar til umhugsunar;

þú þarft ekki að svara þeim opinberlega frekar en þú vilt.

En til UMHUGSUNAR:

Hver er/Hvar er þín "VISION"= Hinn rétta sýn á heiminn/eins og hlutirnir geta bestir orðið?

(Sýndu mér frekar þá sýn; frekar en einhverja dráttarvél vera að draga niður einhverja styttu).

Hverja telur þú vera helstu VISKUMIÐJU landsins?????????

=Það þurfa alltaf að vera einhverjar miðjur til að skilja heiminn.

Hvern telur þú vera þinn helsta leiðtoga í lífinu????????

(þá erum við ekki að tala um fólk sem er að leysa vandamál þegar í óefni er komið).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1273911/

Jón Þórhallsson, 13.1.2013 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband