Mikilmennið Einar Oddur fallinn frá

Ég kynntist Einari ekki fyrir alvöru firr en í kosningabarátunni sem lauk nú í vor og þó svo að ég hafi ekki verið samferða honum nema um stund mun brosið og hláturinn fylgja mér áfram. Sem þingmaður okkar í Norðvesturkjördæmi var Einar okkar kjölfesta og aldrei hræddur við að tala fyrir sínum málum á móti straumnum. Sem flokksbróðir og félagi lærði ég ómetanlega hluti af Einari þessa stuttu stund. Einar brúaði bil milli kynslóða og þó við værum ekki alltaf sammála (sérílagi hvað landbúnaðarmálin varðaði) var hann alltaf tilbúin til þess að hlusta á og rökræða hugmyndir okkar ungu mannanna.

Heill þér Einar Oddur með þökk fyrir samfylgdina.  Ég votta Sigrúnu eiginkonu Einars og allri fjölskyldu hans samúð mína   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband