Föstudagur, 23. febrúar 2007
KLÁM
Þessa dagana opnar maður valla blað, lítur í sjónvarp eða kveikir á útvarpi án þess að efni tengt klámráðstefnunni miklu sé á boðstólnum. Borgarstjón hefur fordæmt ráðstefnuna og allir eru voða happý með það að allir geta loksins verið saman á móti einhverju þverpólitískt og óháð uppruna. Svo ef maður vogar sér að koma með athugasemd við öll þessi læti er maður karlremba og hlynntur barnaklámi og mannsali. Bölvað rugl þetta. Það ríkir málfrelsi á Íslandi of á meðan að við tökum á móti heimsleiðtogum sem standa fyrir pyntingum og traðka á lýðræði þá sé ég ekki kvað sé að því að markaðsfólk komi saman og tali um klám. Það stendur hvorki til að dreifa því né selja á þessari ráðstefnu. Við erum ekki að fá einhverjar klámstjörnur hingað. Við eigum að standa staðfest gegn barnaklámi og mannsali. Við eigum að stuðla að frelsi og jafnrétti. En við gerum það ekki með því að skerða málfrelsi eða traðka á tjáningarfrelsi fólks. Bændasamtökin tóku svo steininn úr með því að slútta samkomunni og velja þannig æskilega kúnna. Hvað verður það næst. Bönnum rauðhærða eða svertingja, viljum ekki araba eða múslima. Ætla Bændasamtökin að banna alla þá sem ekki falla að þjóðfélagsskoðunum hverju sinni. Ef það kemur þrístingur frá náttúruverndarsinnum fá þá álrisarnir að fjúka eða verður þetta hentistefna hverju sinni. Hvenær er nóg komið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er yndislegt að búa við svona hentistefnufrelsi hér á Íslandi. Þannig að þegar stjórnvöldum hentar geti þau brotið landslög, sem og alþjóðalög og ákveðið hverjir megi heimsækja Ísland og hverjir ekki. Það er líka frábært framtak að bjóða hingað harðstjórum sem brjóta mannréttindi og fremja voðaverk í heimalandi sínu, og í ofanálag fremja mannréttindabrot gagnvart saklausum leikfimiiðkendum sem það eitt höfðu sér til sakar unnið að klæðast lit sem illa féll að harðstjóranum.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.