Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Pourquoi pas?
Í dag skellti ég mér til Sandgerðis á opnun í Fræðasetrinu þar. Sýningin er um fræðimanninn og skipstjóra Pourquoi pas? Jean-Baptiste Charcot og hefur Suðurskautsleiðangra hans í brennidepli. Sýningin er mjög áhugaverð en jafnframt mjög ólík sýningunni hér í Borgarnesi. Sýningin í Sandgerði sýnir okkur lífið um borð í miðjum túr og fer lítið fyrir endalokunum á meðan sýningin í Borgarnesi hefur þau að leiðarljósi. Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á báðar þessar sýningar og ég veit að fólk mun furða sig á mismunandi andrúmslofti sem ríkir á þeim. Saga Jean-Baptiste Charcot og Pourquoi pas? Er saga sem étur sig inná mann og maður vill alltaf meira.
Í bakaleiðinni stoppaði ég við Garðskagavita og rölti þar um. Mér hefur alltaf fundist Suðurnesin frekar ljót en ég sá það í dag að það er vegna þess að ég hef ekki skoðað mig um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.