Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Hvað næst?
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem hafði fengið þá niðurstöðu úr könnun sem hún framkvæmdi að það væri ekkert hættu minna að tala í síma með handfrjálsumbúnaði en án hans og því ætti að banna öll símtöl undir stýri. Ætli hún hafi kannað áhrif farþega á bílstjórann? Verða farþegar bannaðir næst eða reykingar undir stýri. Kannski jafnvel pylsuát og kaffidrykkja. Ég held að þessi könnun sé illa unnin og hroðvirknislega og í henni skorti allan samanburð og raunhæfni. Hve mikið myndi t.d slysum af völdum svefns undir stýri fjölga ef símar yrðu alfarið bannaðir undir stýri? og hver er munurinn á símtali og farþega. Að ég tali nú ekki um vælandi krakka. Bönnum öll börn undir 15 ára aldri í bílum þau valda slysahættu! Hvenær ætlar fólk, sérílagi þessir vitleysingar sem gera þess PLAT kannanir og rannsóknir sem eru ónýtar með öllu vegna fyrirfram ákveðinna skoðana, að átta sig á því að boð og bönn duga aðeins að ákveðnu marki. Forvarnir og fræðsla hefur margföld áhrif. Ég þori að fullyrða að ef öll 17 ára ungmenni á Íslandi væru send á námskeið í umferðarsálfræði væri það á við að auka í lögregluliðinu um 1000 mans og ef vistakstursnámskeiði væri vafið samanvið gætum við bætt svona 100 við þá tölu. Ungafólkið á Íslandi er ekki heimskt og þó að akstur krefjist í raun allrar athyglinnar þá er athyglin oft skarpar t.d á meðan við erum í símanum! Stöndum saman og gerum umferðina að okkar stað, stað þar sem við virðum rétt annarra og okkar réttur er virtur en ekki stað þar sem ökuhermir í Kanada ræður för með planlögðum vísindaaðferðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
alveg sammála....Hef oft verið að hugsa þetta sama
Fishandchips, 28.2.2007 kl. 21:31
Húrra!!! Hér komin hin fullkomna afneitun. Væri ekki hægt að fá þig í Kastljósið. Myndi einmitt passa vel með þeim fulla sem var um daginn. Svona "gott" innlegg í umferðarumræðuna.
Sveinn Ingi Lýðsson, 28.2.2007 kl. 21:32
Flott inlegg í þetta hefið ekki orðað þetta betur/HallGamli
Haraldur Haraldsson, 28.2.2007 kl. 22:50
Þetta er nú alveg fáránlegt, ég er sammála þér Skúli að það er ekki hægt að halda því fram að tal í síma sé eitthvað meira truflandi heldur en samræður við farþega eða öskrandi krakka í aftursætinu. Frekar hið gagnstæða, vegna þess að ef þú ert að tala við einhvern í bílnum, þá eru líkur til þess að þú lítir af veginum og á þann sem þú ert að ræða við.
Eins getur tónlist, fallegt landslag, sólgleraugu, svefnleysi, þreyta, þunglyndi, kvef, ertandi klæðnaður, táfýla og guð veit hvað annað haft truflandi og sljóvgandi áhrif á ökumann og viðbragðsflýti hans. Til að koma í veg fyrir þetta er best að banna bara bíla yfir höfuð og ferðast um á hestum eða fótgangandi.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:10
Svo væri kannski hægt að gera að staðalbúnaði í bílum, eins konar hljóðeinangrað búr kringum ökumanninn svo tryggt sé að hann sé ekki að beina athygli sinni að samræðum við farþega. Jafnvel að setja öryggismyndavélar í alla bíla sem sérstök deild innan lögreglunnar getur fylgst með í beinni útsendingu gegnum gervihnött, þannig að ef einhver ökumaðurinn skyldi nú asnast til að opna á sér trantinn, hvort sem hann er að tala, öskra, geispa, ropa eða eitthvað annað þá verði honum umsvifalaust veittar ávítur gegnum sérstakt kallkerfi sem áfast verður öryggismyndavélinni.
Þannig verður loksins hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun ökumanna.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.