Í sól og sumar yl á NATO slóðum

Ætla ekkert að afsaka blogg leysið að undanförnu að þessu sinni.  

Ég hef haft mjög gaman af allri umræðunni um gamla herstöðvar svæðið að undanförnu, enda kannski eðlilegt þar sem ég flyt þar inn 20. ágúst. Mikið hefur verið talað um raflagnir og kakkalakka, en ég keypti mér bara vasaljós og skordýraeitur. Það er annað sem mér finnst þó hafa vantað í umræðuna. Nafn staðarins. Því þó skólinn heiti Keilir finnst mér hálf asnalegt að segja alltaf að ég sé að flytja í gömlu herstöðina. Það passar einhvernvegin ekki til lengdar. Það mætti eftir vill kalla þorpið Nýu Ameríku eða Georgíu þar sem Georg Runni skaffaði okkur allt þetta ágætis húsnæði. Við gætum líka fengið að láni eitthvert af nöfnum þeirra fjölmörgu sveitarfélaga sem hafa sameinast og verið endurnefnd. Þá mætti kannski líka fá svo sem eitt byggðarmerki í kaupbætir. En samfélag verður varla samfélag nema nafn það fái. Svo endilega komið nafn á þorpið mitt góða.   

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband