17. Nóvember 2006

 Þau undur og stórmerki áttu sér stað í gær að Runólfur Rektor á Bifröst sagði af sér í kjölfar tveggja kærumála til siðanefndar á hendur honum. Þó svo að Runólfur hafi unnið gott starf uppá Bifröst hefur hann látið einsog óður hundur að undanförnu bæði í garð nemenda og kennara og margir góðir starfsmenn róið á önnur mið. Þrátt fyrir það virðist Runólfur hafa yfirgnæfandi stuðning nemenda enda besti kall inn við skinnið. Það má þó vera að úr því sem komið var hafi Runólfur gert það rétt með því að draga sig í hlé. Það kemur maður í mans stað og Runólfur getur örugglega fengið ágæta vinnu einhverstaðar. Ef ekki vill betur til getur hann orðið verkstjóri hjá einhverju byggingarfélaginu í ljósi gífurlegrar reynslu sinnar af uppbyggingu á þenslutímum. En að öllu gamni slepptu held ég að hann fari ágætlega út úr þessu en hef þó áhyggjur af Ingu greyinu. Mér finnst hún ekki eiga allan þennan skít skilið. Mér fannst hún þjóna mínu hagsmunum vel á meðan ég stundaði nám á Bifröst og hægt að setja út á margt annað enn hennar störf. GO Inga þú hefur minn stuðning.     

39 dagar til jóla. Þið veltið kannski fyrir ykkur hversvegna ég sé að velta mér uppúr jólunum núna ekki einisinni kominn desember og jafnvel þó svo að allar búðir virðist skreyta í októmber þá er nú í það fyrsta fyrir aðra að fara að dusta rykið af jólaseríunum. En í síðustu viku tók ég það að mér að skreyta Borgarnes. Ég hef verið viðloðandi skreytingarnar hjá bæjarfélaginu síðastliðin 2. ár á meðan ég vann hjá Njarðtak og vegna þess að áhaldhúsvinnan verður ekki boðin út fyrr en um áramót þá hékk skrautið svolítið í lausu lofti. Þess vegna hef ég setið síðustu daga og leist í sundur flækjur og skipt um perur. Það er ekki laust við það að maður fari að detta í  jólaskapið hvað úr hverju.

Fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldin hér í Borgarnesi á morgun þar verður borinn undir atkvæði listi sem kjörnefnd hefur stillt upp fyrir Alþingis kosningarnar í vor. Við Fannar verðum fulltrúar Egils á fundinum og verður ekki jafnlangt og fara og á aðalfundin á Ísafirði. Fyrirfram er ekki búist við miklum breytingum á efstu þremur sætunum þar sem þrír sitjandi þingmenn gefa áfram kost á sér. Það ríkir þó meiri óvissa um sætin neðar á listanum þó svo að flestir hafi nú nokkra hugmynd um  þá uppröðun.   

                                                                                                                                                               Eru aukin ríkisafskipti að kvikmyndageiranum af hinu góða eða er ríkið farið að ritstýra kvikmyndageiranum um of? Á Íslensk kvikmyndagerð rétt á sér ef það er ekki næg eftirspurn eftir henni á markaði? Hefur ekki alltaf verið sagt að bestu verk listamanna verði til við hungurmörk. Er lausnin ekki sú að ALLIR Íslenskir kvikmyndagerðarmenn giftist ríkum kaupmansdætrum? Hvað finnst þér?

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband