Sunnudagur, 19. nóvember 2006
19. nóvember 2006
Á fundi kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi sem var haldinn í Borgarnesi í gær var samþykktur listi flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þó svo það valdi mér nokkrum vonbrigðum að ungt fólk kemst ekki í möguleg þingsæti en listin er að öðru leiti sterkur og sigurstranglegur og vona ég að með samstöðu og vinnusemi munum við Sjálfstæðismenn í NV kjördæmi bera góðan hlut frá borði í komandi kosningum. Ég var stoltur yfir því trausti sem kjörnefnd sýndi mér með því að bjóða mér sæti á listanum og tók því glaður 15. sætið og ber fullt traust og stuðning til þess fólks sem hann skipar auk þess sem mér finnst það vera heiður fyrir mig að skipa eitt af þessum 18 sætum. Listin er í heild sinni hér að neðan. Eftir fundin í gær fór ég á leik hjá kvennaflokki Skallagríms og horfði á fyrsta leik fjórðung það er nú ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að þetta er fyrsti leikurinn sem ég fer á síðan 1992 ekki mikill sportisti hér á ferð. En það vakti undrun margra í morgun að koma út í snjó hér á suðvesturhorninu í morgun og öll snjóruðningstækin á fullu.
Einnig vakti það furðu að enn fækkar í stjórnarandstöðu ef svo má segja þegar Valdimar L. sagði sig úr Samfylkingunni í beinni hjá Agli í dag og gerðist óháður þingmaður hann er því annar þingmaðurinn á þessu kjörtímabili til þess að segja sig úr þeim flokki sem hann var kosinn inn fyrir, skildi það vera að ganga?
Listi Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi1. Sturla Böðvarsson |
2. Einar Kristinn Guðfinnsson |
3. Einar Oddur Kristjánsson |
4. Herdís Þórðardóttir |
5. Guðný Helga Björnsdóttir |
6. Birna Lárusdóttir |
7. Magnea K Guðmundsdóttir |
8. Bergþór Ólason |
9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir |
10. Örvar Már Marteinsson |
11. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir |
12. Hjörtur Árnason |
13. Sigríður Svavarsdóttir |
14. Sunna Gestsdóttir |
15. Guðmundur Skúli Halldórsson |
16. Óðinn Gestsson |
17. Jóhanna Pálmadóttir |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.