Mánudagur, 27. nóvember 2006
Skert athafnafrelsi, hver er réttur ungs fólks
Fyrir allnokkrum árum þeysti umboðsmaður barna um landið og predikaði fyrirhækkuðum sjálfræðisaldir í 18 ár. Hún hélt því statt og stöðugt að ungmennin myndu ekki tapa réttindum sýnum heldur hið gagnstæða og myndi tryggja ungu fólki lengri lagalegan rétt í umsjá forráða manna. Síðan þá hafa réttindi ungs fólks á aldrinum 16-18 verið skert á marga vegu þrátt fyrir loforð um annað og sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu þeirra verið kastað fyrir bý. Og nú er dalað um ábyrgðarleysi og ótillitsemi ungs fólks í umferðinni. Ég er fyrstur til þess að viðurkenna að meðal ungs fólks eru svartir sauðir en þeir eru líka víðar í samfélaginu. Svo ofaná þær hugmyndir að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár úr 17 þá dettur þessum háu herrum til hugar að leggja það til að stúlkur og piltar skuli taka prófið á mismunandi tímapunkti þ.e að stelpur fái að taka prófið áfram 17 ára en drengir ári seinna vegna þess að drengir séu óþroskaðri en stúlkur. Já jafnréttisvitund þingmanna er sterk, og svo er verið að velta sér upp úr því hversvegna það sé launamunur á kynjunum, ég held ég hafi fundið rót þess. Einstaklingar eru mis vel búnir undir það að hefja akstur 17 ára og það má velvera að þroski komi þar við sögu í einhverjum tilfellum en það hefur sýnt sig að því fyrr sem fólk byrjar að keyra því mun betri ökumenn mun það verða. Það verða hrikaleg slys í umferðinni en þeim fækkar ekki við hækkun bílprófsaldursins þeim seinkar bara og hvernig á að leysa þá samgönguörðuleika þessi seinkun hefði í för með sér? Það væri eflaust hægt að leysa þá í RVK en hversegna hefur það þá ekki verið gert nú þegar? En fyrir ungt fólk á landsbyggðinni er þetta svipað og að svipta það einfaldlega ferðafrelsinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þessar hugmyndir um mismunandi bílprófsaldur kynjanna ná fram að ganga verður það einhver mesta afturför í jafnréttismálum sem um getur. Á sama tíma og æltast er til þess að konur verði metnar til jafns við karlmenn á öllum vígstöðvum, þá koma einhverjir svona spekúlantar og predika fyrir því að konur verði "jafnari" en karlmenn í sumum tilfellum. Er það góð þróun? Kvenrétti í stað jafnréttis? Einhver rís upp og ákallar alla karlmenn um að taka ábyrgð á nauðgunum. Ég leyfi mér að spyrja hvort ekki sé verið með þessu að benda á alla sem typpi hafa og segja að vegna þess séu þeir allir mögulegir nauðgarar? Ég tel mig ekki vera nauðgara, en samt á ég að taka ábyrgð á nauðgunum einhvers viðbjóðs sem á það eitt sameiginlegt með mér að hafa samskonar kynfæri. Er það réttlátt? Sömuleiðis eiga karlar að standa saman og sjá til þess að konur fái sömu heildarlaun og karlar. Ég spyr nú bara, hvar eru þessi rúmu 50% þjóðarinnar sem eru kvenkyns. Eru þær svo veikar að þær geta ekki staðið fyrir sínu máli sjálfar? Ekki misskilja mig, ég er hlynntur jafnrétti í launamálum, en mér finnst oft eins og allri ábyrgðinni á þessum vanda sé varpað yfir á karlmenn. Svo er eitt varðandi mun heildarlauna, en það er sú einfalda staðreynd að meginástæðan fyrir hærri heildarlaunum karla er sú að þeir vinna meiri yfirvinnu en konur, þ.e. þeir sækja frekar í störf sem bjóða upp á yfirvinnu, t.d. byggingaverkamenn, iðnaðarmenn og slíkt, á meðan konur sækja frekar í umönnunarstörf og kennarastöður. Oft á tíðum er EKKI tekið tillit til starfsvettvangs, vinnutíma og þess háttar í þessum könnunum, það er í besta falli tekið fram í smá letrinu og að teknu tilliti til þessa er launamunurinn allt önnur prósentutala. Í ofanálag hefur það verið staðfest í mörgum rannsóknum að konur eru mun feimnari og hræddari við að biðja um launahækkun en karlar.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.