Þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Jólin eru að koma, helvítis Fréttablaðið
Ég er búinn að vera að setja upp jólatré í allan dag og kem til með að vera í jólaskrauti það sem eftirlifir vikunnar því fyrsti í aðventu er næsti sunnudagur. Borgarbyggð mun líklega verða síðast sveitafélaga til þess að skreyta bæinn en mér finnst það í lagi annar verður fólk komið leið á öllu haferíinu þegar jólin koma. Það má frekar lofa þessu að hanga lengur og lýsa upp skammdegið í janúar. Helvítis Fréttablaðið er farið að berast á öllum tímun sólahringsins. Það kom kl 22.30 á laugardaginn, 14.30 á sunnudaginn 21.30 í gær og er ekki komið enn í dag (19.30) mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt og hringdi kvartaði í hádeginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hringi og kvarta yfir þessu því það hefur borist illa og eftir hentugleika blaðberans. Margir segjast ekki vilja kvarta vegna þess að þetta sé fríblað og fleira í þeim dúr en ég er ekki á sama máli. Fyrir það fyrsta er Fréttablaðið búið að borga fyrir þjónustuna og eiga því rétt á að henni sé framfylgt, í annan stað væri ekkert Fréttablað nema fyrir mína tilstilli þ.e lesenda. Það væru engar augl. tekjur ef engir væru lesendurnir. Og hvað dreifinguna varðar var ég nokkuð sáttur við að þurfa að sækja blaðið út í búð en ég var þó óneitanlega ánægðari með heimburðinn en er þó ekki sáttur við að fá blaðið seint og illa og vera þá búinn að sækja mér eintak. Ég vona þó að þeir sparki ærlega í rassgatið á blaðberanum og hann fari að vinna sína vinnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Keli minn reyndu nú ekki að verja þessa sviksemi fjölskyldu þinnar. Þetta eru vinnusvik af ykkar hálfu og ekkert annað. Það bannar ykkur enginn að hætta þessu ef ykkur finnst launin ekki nægilega góð. Svo er það, það sem blaðberar taka aðsér að fara úr í öllum veðrum og bera úr foking blaðið. Það er líka furðulegt að þið séuð einu blaðberarnir sem getið ekki borið út firr en hálftíu á kvöldin. Það er hægt að afsaka það einu sinni og jafnvel tvisvar en það er svo langt síðan þið fóruð yfir strikið og þið fóruð svo langt yfir það að ég held að það sé komið nóg bætið ykkur bara og hættið þessum eilífu afsökunum.
Guðmundur Skúli, 29.11.2006 kl. 19:29
Ekki get ég sagt að ég öfundi blaðbera af starfi sínu. Bæði er þetta illa launað og oft á tíðum vanmetið og erfitt starf. Það breytir þó ekki því að sá sem tekur þetta starf að sér hefur ákveðnum skyldum að gegna. Þessar skyldur felast fyrst og fremst í því að koma blaðinu til skila á réttum tíma og alveg eins og Skúli benti á, þá er það ekki hlutur blaðberans að ákveða hvort réttlætanlegt sé að seinka blaðinu vegna þess að það sé fríblað, því Fréttablaðið er vissulega að borga fyrir þjónustu blaðberans á sama hátt og Morgunblaðið. Fréttablaðið ber hag af því að blað þess sé gefið út á réttum tíma, því það skiptir miklu máli um lestur þess. Kannanir hafa sýnt að einstaklingar vilja helst lesa dagblöð á morgnana.
Ef blaðberi er ósáttur við starf sitt og laun, þá hefur hann fulla heimild til þess að segja upp.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.