Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Hefnd blaðburðarfjölskyldunnar 1. hluti
Mér til mikillar furðu fékk ég viðbrögð við persónulegri gremju minni yfir komutímum Fréttablaðsins sem ég skrifaði um í gær. Ég veit ekki hvort það var skrifað í eigin nafni, fyrir hönd blaðburðarfjölskyldunnar eða er stefna Fréttablaðsins en mér finnst þó lámark að skrifaundir í eigin nafni. Það kom mér þó nokkuð á óvart að fá þessar ákúrur frá þessum manni og vakti það mig til umhugsunar á, þessum hlerunartímum, hvort það sé virkilega kvartað svo mikið yfir þessum tilteknu blaðberum að þeir stundi vakt á netinu til þess að geta svarað fyrir sig. Þegar ég skrifaði þennan pistil í gær þá var það vegna gremju. Ég ætlaði ekki í neinn persónuskæruhernað gegn blaðberanum. Það var ástæðan fyrir því að ég nafngreindi þau ekki eða persónugerði á nokkurn hátt. Svarið sem ég fékk frá blaðburðarfjölskyldunni getur í bestafalli talist kjánalegt en gæti líka flokkast sem ákveðin innrás í einkalíf þar sem blaðberin hefur ákveðnar trúnaðar upplýsingar sem almenningur og netverjar hafa ekki um þá íbúa sem þeir bera út til. Þannig að ágæta blaðburðarfjölskylda látið mig vera og farið að drullast til þess að bera helvítis blaðið út á réttum tíma og hættið þessu helvítis væli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.