Fimmtudagur, 30. nóvember 2006
Frjálslyndir á flugi
Ótrúlegt nokk að Frjálslyndir haldi dampi og auki fylgi sitt vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum á sama tíma og þeir keppast við að afneita stefnu sinni. Það væri skiljanlegt ef Frjálslyndir tækju rótæka þjóðernishyggju upp á arma sína vegna vinsælda í ýmsum Evrópu löndum og þeim stuðningi sem virðist vera við þá sömu stefnu hér heima, en það sem mér finnst ótrúlegt er að þeir haldi dampi á sama tíma og þeir virðast vera að draga í land. Vinsældarpólitík hefur verið vinsæl meðal Samfylkingarinnar sem hafa mótað stefnu sína eftir skoðanakönnunum frekar en nokkur annar flokkur. Það er spurning hvort Frjálslyndir fylgi í kjölfarið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir því að hér er um íslenska kjósendur að ræða. Íslendingar hugsa ekki sjálfstætt, þeir elta fjöldann. Eða fjölmiðlaumfjöllunina auk þess að hafa algert gullfiskaminni varðandi brotin kosningaloforð. Málið er að Íslendingar eru svo önnum kafnir við að vinna fyrir íbúðarláninu, sumarbústaðaláninu, þremur bílalánum, kreditkortaskuldum og öllu hinu að þeir hafa ekki tíma til að hugsa sjálfir. Miklu betra að láta fjölmiðlana gera það fyrir sig og kjósa bara þann sem hvað heitastur er í umræðunni hverju sinni, því það hlýtur jú að vera eitthvað bitastætt.
Sævar B. Ólafsson (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.