Sunnudagur, 3. desember 2006
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Í dag er fyrsti í aðventu og samkvæmt hefð er þá kveikt á jólatrénu við Kveldúlfsvöll. Ég náði að klára að skreyta Kveldúlfsvöllinn með því að draga alla fjölskylduna út í morgunn og við skreyttum saman. Í gær vorum við feðgarnir að skreyta Landnámssetrið og munum halda því áfram í næstu viku. Þar á að skreyta frá grunni uppí mæni og verður Kjartan væntanlega mest skreytti Vestlendingurinn í ár. Jólahlaðborðið í Munaðarnesi heppnaðist með afbrygðum vel og þrátt fyrir hefðbundinn matseðil þá var maturinn mjög góður. Ég hitti þar æsku félaga minn sem ég hef ekki hitt í mörg ár og reyndist hann vera innankoppsmaður í Heimdalli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.