Nú er úti veður vont verður allt að klessu. Og allt varð að klessu

Síðastliðna nótt gekk mikið fárviðri yfir landið og fengum við okkar skerf af því hér í Borgarnesi. Um  ellefuleitið í gærkveldi byrjuðu klæðningarplötur að fjúka af svokallaðri Héríhöll í gamlabænum og uppúr því varð allt vitlaust. Það fauk gámur í eyjunni og hurðir sviptust af húsum þar, ruslakör fuku út á götu og gluggi brotnaði í ráðhúsinu og stauraskreytingar brotnuðu. Þá hélt maður að nóg væri komið en þá fauk stóra jólatréð á Kveldúlfsvelli um koll og um svipaðleitt splundraðist nýbyggt hús uppí Bjargslandi. Jólaskraut hefur víða látið á sjá og eitthvað varð um skrámur á fólki, þegar reynt var að bjarga því sem bjargað var á byggingarstað hússins sem splundraðist. Vindhraðinn undir Hafnarfjalli fór í 60 metra í kviðum. Dagurinn í dag fór í það að reisa við stóra jólatréð og skipta út perum á því. Næstu dagar fara svo í það að lappa uppá restina af skrautinu.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband