Byrgið, hverjum er hægt að treysta?

Forstöðumaður Byrgisins brást því trausti sem honum var sýnt. Hrikalegur Kompás þáttur í kvöld sem mér finnst þó vera vel unnin af þáttastjórnendum. Guðmundur forstöðumaður byggði upp traust skjólstæðinga sinna og misnotaði svo aðstöðu sína og átti í kynferðislegu BDSM sambandi við þær. Hann virðist líta á sig sem Guð en hann virðist frekar vera einhverskonar skurðgoðadýrkandi en Guðsmaður. Guðmundur neitar alfarið öllum ásökunum og segir engin gögn vera til önnur en af honum og konu sinni. Hann er sakaður um að nýta fjármuni Byrgisins í eigi þágu og blanda saman við sín eigin. Hann virðist nokkurskonar æðstiprestur í sértrúarsöfnuði. Mér finnst þó erfitt að trúa þessari sögu Kompás í blindni því ég vill ekki trúa því að ríkisstyrkt starfsemi geti starfað svona eftirlitslítið og farið með ríkisstyrki einsog vasapeninga. Hvernig er almannafé varið í einkageiranum og hvernig er eftirliti varið? Hver ber ábyrgð í svona málum, gagnavart fórnarlömbum annarsvegar og ríkinu hinsvegar?     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband