Var aftaka Saddams Hussein réttmæt? lögleg? Siðsamleg? Skinsamleg?

Réttlætir manndráp annað manndráp, lifum við en þá eftir Gamlatestamentinu  auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Þó Saddam hafi fyrirskipað morð á þúsundum og aftöku heilu þjóðflokkana réttmætir það hengingu hans eftir sýndarréttarhöld að fyrirmynd Bandaríkjamanna? Hefði réttlætið ekki verði betur varið með því að láta stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna sjá um réttar höld yfir Saddam? Eða hefði kröfu Bandaríkjamana um dauða dóm þá ekki verið framfylgt? Var verið að dæma Saddam fyrir voða verk í Írak eða hryðjuverk í Bandaríkjunum? Hefði Saddam verið dæmdur til dauða fyrir sjálfstæðum dómstól? Hver veit? Það eru þúsundir spurninga sem liggja ósvaraðar í loftinu. Þeim verður vafalaust aldrei svarað. En hvað tekur við verðu Saddam tekin í dýrlingatölu í Írak og mun hann þá gera það sem hann gat ekki í lifanda lífi gera með dauða sínum, sigra Bandaríkjamenn? Ég held að dauður Saddam sé mun hættulegri en lifandi Saddam í fangaklefa.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband