Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Útihátíð í janúar
Vígsla nýrrar neysluvatnslagnar Orkuveitunnar verður við hátíðlega athöfn í Skallagrímsgarðinum á morgun. Skærasta stjarna Íslands um þessar mundir, Magni, stígur á stokk ásamt hljómsveit sinni og fleira og fleira verður í boði. Punkturinn yfir i-ið verður svo risa flugeldasýning að hætti Bjössa rafvirkja. Það sem vekur þó mesta tilhlökkun hjá mér er að sjá klakaskurðameistara að störfum. Mér líst með ágætum á þetta framtak Orkuveitunnar. Framtak stórfyrirtækja af menningarmálum eru þörf sérstaklega á landsbyggðinni þar sem bitist er um fjármagn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.