Mánudagur, 8. janúar 2007
Þrettándabrenna á Seleyri í síðasta sinn?
Þrettándabrenna okkar Borgnesinga hefur verið haldin á Seleyrinni (hinn endinn á Borgarfjarðarbrúnni) eins lengi og ég man eftir mér. Undanfarin ár höfum við feðgarnir komið talsvert að henni þar sem pabbi hefur verið brennustjóri. Brennan hefur aldrei verið efnismeiri og glæsilegri en nú í ár og Björgunarsveitin Brák fylgdi henni eftir með glæsilegri flugeldasýningu. En nú eru blikur á lofti. Landeigandinn hefur selt allt það land sem hann átti í Borgarbyggð og nýi landeigandinn hefur mikil áform um uppbyggingu. Þetta gæti því hafa verið endirinn af Seleyrarbrennunum sem hafa verið föst hefð hjá okkur Borgnesingum. En þegar einni hefð líkur hefst önnur og við þetta tækifæri er um að gera að horfa með björtum augum framávið og skapa nýjar hefðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.