Persónunjósnir

Nútíma samfélag líkist meira og meira þeim spennumyndum sem ég horfði á, á uppvaxtar árum mínum. Stóribróðir er alstaðar. Það er talað um það í fullri alvöru að fjölga eftirlitsmyndavélum, allt í nafni öryggis íbúana, en fyrir höfum við myndvélar í fjölmörgum verslunum, umferðarmyndavélar, miðbæjarmyndavélar og myndavélar í lögreglubifreiðum. Auk þess sem nýleg tækni neyðarlínu gefur lögreglu færi á að staðsetja okkur nokkuð nákvæmlega svo ekki skeikar nema nokkrum metrum. Allt í nafni almannaöryggis. Þó tók nú steininn úr þegar að Bandaríkjamenn fóru að krefjast fingrafara allra þeirra Íslendinga sem ferðast um landið auk kreditkorta númera og netfanga og gott ef ekki lífsýna í vegabréfum. Hvert stefnir þessi heimur eiginlega. Gífurleg þróun á sviði persónunjósna og aukning þeirra hefur átt sér stað í tíð Georgs Runna og sér í lagi vegna þess að við erum greinilega öll terroristar þangað til við getum sannað hið gagnstæða. Þetta með sektina þangað til þú hefur efni á að vera saklaus þema þeirra Bandaríkjamanna er farið að fara létt í pirrurnar á mér. Ég vill frelsi til athafna án afskipta og án þess að það sé litið yfir öxlina á mér. Það má vissulega benda á að þetta séu allt þarfar aðgerðir og eftirlit sé nauðsinnilegt. Nautaskítur, stríð við hryðjuverkamenn er ekki nægilega góð ástæða til þess að stunda persónunjósnir og fullt fólk í miðbæ Reykjavíkur ekki heldur. Frelsi til framkvæmda, frelsi frá eftirliti (persónunjósnum).               

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skúli minn, voðalega ertu orðinn taugaveiklaður :)

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband