Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Prófkjör á prófkjör ofan
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Meira af merkjamálum, jólin eru að koma
Mér barst í hendur nokkuð skemmtileg mynd þar sem borin eru saman merki Borgarbyggðar og merki Mosfellsbæjar. Þau eru sláandi lík sér í lagi miðja merkisins en í merki Borgarbyggðar speglast miðja merkis þeirra Mosfellinga. Einnig eru bognu i-in okkar nokkuð lík þríhyrndu formi þeirra. En hvað er hægt að segja það er ekkert nýtt undir sólinni.
Það styttist óðum í jólin og kveikt verður á jólaljósunum í Borgarnesi 3. des en aðventan hefst óvenjuseint nú í ár vegna þess að aðfangadagur er á sunnudegi í ár. Það hefur verið hefðin hér undanfarið að kveikja jólaljósin fyrsta sunnudag í aðventu og verður enginn breyting þar á þetta árið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Byggðamerki, Vegamál, Fjármagn stjórnmálaflokka
Mikið um að vera í dag Borgarbyggð fékk nýtt skjaldarmerki við athöfn og nýheimasíða opnuð. Ég á nú eftir að sakna gamlamerkisins enda aldrei búið við annað. Skiptar skoðanir eru á meðal íbúa sveitafélagsins um ágæti hins nýa merkis en ég hef þó ekki heyrt neinn andmæla því af fullri hörku.
Hvað er að inná þingi núna. Hver er meiningin með þessu kjaftæði um fjármál stjórnmálaflokkana, þeir eiga að fjármagna sig sjálfir en ekki TAKA sitt fjármagn úr ríkiskassanum. Ef það ágæta fólk sem situr á þingi getur ekki aflað fjár frá einstaklingum og fyrirtækjum getur það bara farið með bauk í Smáralindina og betlað. Það er náttúrulega fásinna að stjórnmálflokkarnir úthluti sér þessum auknu peningum sjálfir og enn meiri fásinna að þeir skikki sveitarfélögin til þess sama. Þetta er svo vinstri stimplað að ég skil ekki í Sjálfstæðismönnum að samþykkja þetta. Þetta traðkar á okkar helstu gildum og hugsjónum.
Sturla kom fram með tillögur um auknar einkaframkvæmdir í vegakerfinu í dag. Það er gaman af því að ráðherra sé farinn að lesa ályktanir SUS því þessar hugmyndir eru keimlíkar hugmyndum frá milliþinginu í Stykkishólmi 2005. Ég panta svo bara að eiga þrefalda mislæga slaufu á Miklubrautina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
21. nóvember 2006
Sunnudagur, 19. nóvember 2006
19. nóvember 2006
Einnig vakti það furðu að enn fækkar í stjórnarandstöðu ef svo má segja þegar Valdimar L. sagði sig úr Samfylkingunni í beinni hjá Agli í dag og gerðist óháður þingmaður hann er því annar þingmaðurinn á þessu kjörtímabili til þess að segja sig úr þeim flokki sem hann var kosinn inn fyrir, skildi það vera að ganga?
Listi Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi1. Sturla Böðvarsson |
2. Einar Kristinn Guðfinnsson |
3. Einar Oddur Kristjánsson |
4. Herdís Þórðardóttir |
5. Guðný Helga Björnsdóttir |
6. Birna Lárusdóttir |
7. Magnea K Guðmundsdóttir |
8. Bergþór Ólason |
9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir |
10. Örvar Már Marteinsson |
11. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir |
12. Hjörtur Árnason |
13. Sigríður Svavarsdóttir |
14. Sunna Gestsdóttir |
15. Guðmundur Skúli Halldórsson |
16. Óðinn Gestsson |
17. Jóhanna Pálmadóttir |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
17. Nóvember 2006
Þau undur og stórmerki áttu sér stað í gær að Runólfur Rektor á Bifröst sagði af sér í kjölfar tveggja kærumála til siðanefndar á hendur honum. Þó svo að Runólfur hafi unnið gott starf uppá Bifröst hefur hann látið einsog óður hundur að undanförnu bæði í garð nemenda og kennara og margir góðir starfsmenn róið á önnur mið. Þrátt fyrir það virðist Runólfur hafa yfirgnæfandi stuðning nemenda enda besti kall inn við skinnið. Það má þó vera að úr því sem komið var hafi Runólfur gert það rétt með því að draga sig í hlé. Það kemur maður í mans stað og Runólfur getur örugglega fengið ágæta vinnu einhverstaðar. Ef ekki vill betur til getur hann orðið verkstjóri hjá einhverju byggingarfélaginu í ljósi gífurlegrar reynslu sinnar af uppbyggingu á þenslutímum. En að öllu gamni slepptu held ég að hann fari ágætlega út úr þessu en hef þó áhyggjur af Ingu greyinu. Mér finnst hún ekki eiga allan þennan skít skilið. Mér fannst hún þjóna mínu hagsmunum vel á meðan ég stundaði nám á Bifröst og hægt að setja út á margt annað enn hennar störf. GO Inga þú hefur minn stuðning.
39 dagar til jóla. Þið veltið kannski fyrir ykkur hversvegna ég sé að velta mér uppúr jólunum núna ekki einisinni kominn desember og jafnvel þó svo að allar búðir virðist skreyta í októmber þá er nú í það fyrsta fyrir aðra að fara að dusta rykið af jólaseríunum. En í síðustu viku tók ég það að mér að skreyta Borgarnes. Ég hef verið viðloðandi skreytingarnar hjá bæjarfélaginu síðastliðin 2. ár á meðan ég vann hjá Njarðtak og vegna þess að áhaldhúsvinnan verður ekki boðin út fyrr en um áramót þá hékk skrautið svolítið í lausu lofti. Þess vegna hef ég setið síðustu daga og leist í sundur flækjur og skipt um perur. Það er ekki laust við það að maður fari að detta í jólaskapið hvað úr hverju.
Fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldin hér í Borgarnesi á morgun þar verður borinn undir atkvæði listi sem kjörnefnd hefur stillt upp fyrir Alþingis kosningarnar í vor. Við Fannar verðum fulltrúar Egils á fundinum og verður ekki jafnlangt og fara og á aðalfundin á Ísafirði. Fyrirfram er ekki búist við miklum breytingum á efstu þremur sætunum þar sem þrír sitjandi þingmenn gefa áfram kost á sér. Það ríkir þó meiri óvissa um sætin neðar á listanum þó svo að flestir hafi nú nokkra hugmynd um þá uppröðun.
Eru aukin ríkisafskipti að kvikmyndageiranum af hinu góða eða er ríkið farið að ritstýra kvikmyndageiranum um of? Á Íslensk kvikmyndagerð rétt á sér ef það er ekki næg eftirspurn eftir henni á markaði? Hefur ekki alltaf verið sagt að bestu verk listamanna verði til við hungurmörk. Er lausnin ekki sú að ALLIR Íslenskir kvikmyndagerðarmenn giftist ríkum kaupmansdætrum? Hvað finnst þér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. nóvember 2006
10. nóvember 2006
Þriðjudagur, 7. nóvember 2006
Innflytjendur og veður
Já bloggið hvað er nú það. Ég er ekki viss um að ég geti sýnt þá sjálfstjórn að skrifa eitthvað reglulega á blog síðu en ég ætla að gera tilraun til þess að röfla eitthvað hér inná.
Málefni Innflytjenda Frjálslyndir opnuðu umræðuna með látum og fengu rasista stimpil á sig fyrir vikið. Ég held að sá stimpill styrki þá frekar en veiki því það sinnuleysi sem hefur verið uppi á borðinu í málefnum innflytjenda hefur kallað fram kröfu um aðgerðir hjá hópi fólks og jafnvel kynt undir þjóðerniskennd eða rasisma hér. Ég er sammála Guðjóni að vissuleiti mér líkar ekki núverandi fyrirkomulag og ég er á móti innflutning ódýrsvinnuafls en það virðist vera stefnan í málefnum innflytjenda í dag. Íslendingar af erlendubergibrotnir, nýbúar og innflytjendur eru velkomnir. En ekki svona, ekki sem lágstétt eða rusl, við verðum að sinna málefnum þeirra af álvöru og almennilega. Gera þeim kleift að byggja sig og sitt upp og verða fullgildi meðlimir í samfélaginu.
Vont VeðurUm helgina geisaði óveður á landinu og það kom öllum á óvart að það væri vont veður á Íslandi. Hér í Borgarnesi lítur bærinn út einsog ruslakista en hann gerði það svosem áður líka. En góðir Íslendingar það kemur alltaf vetur árlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)