Seljum RÚV

Mikið fjaðrafok hefur verið vegna skrifa Dómsmálaráðherra um sölu RÚV. Ég er ekki oft algjörlega sammála hugmyndum Bjarnar en nú nær hann skoðunum mínum nokkuð vel. Seljum RÚV en höldum Gömlu gufunni eftir. Við höfum ekkert að gera með allt þetta ríkisbatterí. Helstu rökin fyrir ríkisrekstri hafa verið öryggisatriði og menningarlegt mikilvægi. Hvað öryggið varðar ætti gufan að duga og ef horft er á málið með smá kaldhæðni þá hefur Stöð 2 staðið sig betur ef eitthvað er t.d á 17. júní um árið. En snúum okkur að menningalegu hlutverki haha það er ekkert menningalegt hlutverk heldur hámenningarlegt snobb sem er verið að tala um í þessu samhengi. Ríkið á ekki að ákveð eða stýra/stjórna því hvað er menning og hvað ekki. Einkareknir fjölmiðlar hafa líka sinnt málinu ágætlega og ríkið þarf ekki að eiga fjölmiðlaveldi til þess að koma menningu til þjóðarinnar. Það mætti til að mynda setja á stofn opin sjóð þar sem ALLIR fjölmiðlar gætu sótt um fjármuni til menningartengdrar dagskrárgerðar.       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband