Ágúst Einarsson ráðinn rektor á Bifröst

Það vekur upp spurningar þegar gengið er framhjá starfsfólki Bifrastar og leitað út fyrir hópinn að nýjum rektor. Rektor sem stuttu áður var hafnað í sama embætti hjá Háskóla Íslands. Hann var ekki nægilega góður fyrir HÍ en nægilega góður fyrir Háskólann á Bifröst. Er standardin lægri hjá Bifrastar skólanum? Eða eru aðrar áherslur? Eða sótti kannski enginn hæfari um? Er starf rektors á Bifröst eftirsóknarvert eða hefur umræða síðustu missera gjaldfellt starfið og þar með gert vænlega umsækjendur afhuga því? Það má velvera að Ágúst sé hæfur maður og vel að starfinu kominn en það verður erfitt að fylla það tóm sem Runólfur skilur eftir sig bæði sem rektor og ekki síður í skemmtanalífi þorpsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband