Annáll ársins 2006

Árið 2006 hófst með hvelli einsog hjá flestum Íslendingum. Í febrúar tók ég við sem formaður Egils fus af Bjarka Baxter sem hafði unnið gott starf á sínum 3. árum sem formaður. Á árinu voru sveitastjórnarkosningar, þær fyrstu í ný sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfyrði. Ég skipaði 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Stefnan var sett hátt þar sem Sjálfstæðismenn í Borgarfyrði ætluðu sér að fá flest atkvæðin. Það markmið náðist og meirihluti XD og L-lista jók við fylgi sitt. 3. apríl hætti ég hjá Njarðtak/Íslenska Gámafélaginu eftir ð hafa unnið þar meira og minna síðastliðin fjögur ár. Í apríl og fram í maí var ég að aðstoða pabba og Unnstein hleðslumeistara við bryggjuna í Englendingavík en við pabbi höfðum stofnað fyrirtæki um krókbíl sem við keyptum í mars auk þess sem við bættum mínígröfu við pakkann. Í maí byrjaði ég síðan að vinna sem flokkstjóri hjá Borgarbyggð. Það rigndi og rigndi í sumar og 17. júní hátíðarhöldin í Borgarnesi voru flutt inn vegna vætu í Skallagrímsgarðinum. Ég fékk nóg af vætu þannig að ég pantaði mér helgarferð til Spánar þar sem ég dvaldi hjá Sævari og Huldu sem voru með hús á leigu þar. Það var helvítið gaman en geðveikur hiti þar sem við lentum í byrjun á hitabylgju. Ég fór náttúrulega beint í vatnagarð á öðrum degi skjannahvítur og fínn og fékk heiftarlegan sólsting. Svo var 4. tíma seinkun á fluginu heim vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli þannig að ég svaf í 1 klst áður en ég mætti í vinnuna eitilhress. Það komu nokkrir góðir dagar í júlí og þá fór ég með flokkinn minn á Bjössaróló þar sem við máluðum öll tækin auk þess sem það var tekin skurkur í lóðinni við Óðal. Vinnuskólaferðin var svo hápunktur sumarsins hjá vinnuskólanum. Sigga Dóra manaði mig í kúluna í Tívolíinu við Smáralindina og Fannar fór að væla í bollunum með okkur Sissa því honum varð svo flökurt. Hann slapp þó við það að æla en það  voru ekki allir jafn heppnir. Eftir að krakkarnir hættu voru við flokkstjórarnir í allskonar dundi. Í lok ágúst var ég beðin að taka að mér að setja upp sýningu á munum og myndum úr Franska skipinu Pourquoi pas? Sem strandaði á Mýrum. Þar sem sýningin opnaði 15. sept var lítill tími til stefnu en með samstilltu átaki heppnaðist allt. Í októmber byrjaði ég síðan að vinna með pabba hjá HS verktak sem hafði þá bætt aðeins í tækjaflotann. Um miðjan nóvember vorum við svo beðnir að skreyta Borgarnes en við höfum gert það undanfarin ár hjá Njarðtak. Eftir kröftugt kjördæmaráðsþing á Ísafirði var mér boðið að taka 15. sæti á lista Sjálfstæðisflokksin í NV kjördæmi þannig að á nýu ári bíður skemmtileg en krefjandi vinna. Takk fyrir árið sem er að líða og meiki það næsta verða jafn gjöfult og skemmtilegt.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband