MS vill hlíta samkeppnislögum :)

Forstjóri MS hlýtur að teljast einn mesti húmoristi þjóðarinnar þegar hann býður þjóðinni sáttar hönd og vill gangast undir samkeppnislög og hætta opinberri verðlagningu ríkisins. Nú er ég ekki mikill talsmaður ríkisafskipta en að fyrirtæki kaupi upp alla samkeppni á þeim forsendum að iðnaðurinn lúti ekki samkeppnislögum og fari svo fram á að hlíta samkeppnislögum og ráða verðlagningu er náttúrulega út í hróa. MS átti aldrei að fá að sameina öll gömlu samlögin undir einn hatt hvað sem samkeppnislögum líður og ríkið á ekki að miða allar sínar aðgerðir í þessu máli við hag eins einokunarfyrirtækis heldur hag bænda. MS setur þetta upp sem rosa þjóðrembings dæmi, við á móti erlendu mjólkurrisunum en hverjar eru afleiðingarnar af þessu brölti Mjólkursamsölunnar sálugu. Mjólkursamlög á landsbyggðinni leggja upp laupana og bændum er stillt upp í horn og nýliðun verður áfram ógerningur. Ef samkeppni á að ríkja á mjólkurmarkaði, einsog eðlilegt er, þá þarf að fara út í rótækar aðgerðir sem gera bændum kleift að koma upp smærri mjólkurvinnslum í hinum dreifðari byggðum. Þetta kann að hljóma hálf ankeralegt frá mér komið þar sem ég tala yfir höfuð um hagræðingu innan landbúnaðarins og færri en stærri einingar. En MS er í raun ekki hluti af landbúnaðarkerfinu heldur óþarfa bákn sem hefur drepið niður samkeppni og atvinnufrelsi á landsbyggðinni. Og þið eruð tilbúnir að hlíta samkeppnislögum núna, þið eruð búnir að skíta aldeilis á ykkur og ættlist svo til þess að almenningu finni ekki lyktina.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband