Persónunjósnir

Nútíma samfélag líkist meira og meira þeim spennumyndum sem ég horfði á, á uppvaxtar árum mínum. Stóribróðir er alstaðar. Það er talað um það í fullri alvöru að fjölga eftirlitsmyndavélum, allt í nafni öryggis íbúana, en fyrir höfum við myndvélar í fjölmörgum verslunum, umferðarmyndavélar, miðbæjarmyndavélar og myndavélar í lögreglubifreiðum. Auk þess sem nýleg tækni neyðarlínu gefur lögreglu færi á að staðsetja okkur nokkuð nákvæmlega svo ekki skeikar nema nokkrum metrum. Allt í nafni almannaöryggis. Þó tók nú steininn úr þegar að Bandaríkjamenn fóru að krefjast fingrafara allra þeirra Íslendinga sem ferðast um landið auk kreditkorta númera og netfanga og gott ef ekki lífsýna í vegabréfum. Hvert stefnir þessi heimur eiginlega. Gífurleg þróun á sviði persónunjósna og aukning þeirra hefur átt sér stað í tíð Georgs Runna og sér í lagi vegna þess að við erum greinilega öll terroristar þangað til við getum sannað hið gagnstæða. Þetta með sektina þangað til þú hefur efni á að vera saklaus þema þeirra Bandaríkjamanna er farið að fara létt í pirrurnar á mér. Ég vill frelsi til athafna án afskipta og án þess að það sé litið yfir öxlina á mér. Það má vissulega benda á að þetta séu allt þarfar aðgerðir og eftirlit sé nauðsinnilegt. Nautaskítur, stríð við hryðjuverkamenn er ekki nægilega góð ástæða til þess að stunda persónunjósnir og fullt fólk í miðbæ Reykjavíkur ekki heldur. Frelsi til framkvæmda, frelsi frá eftirliti (persónunjósnum).               

Þrettándabrenna á Seleyri í síðasta sinn?

Þrettándabrenna okkar Borgnesinga hefur verið haldin á Seleyrinni (hinn endinn á Borgarfjarðarbrúnni) eins lengi og ég man eftir mér. Undanfarin ár höfum við feðgarnir komið talsvert að henni þar sem pabbi hefur verið brennustjóri. Brennan hefur aldrei verið efnismeiri og glæsilegri en nú í ár og Björgunarsveitin Brák fylgdi henni eftir með glæsilegri flugeldasýningu. En nú eru blikur á lofti. Landeigandinn hefur selt allt það land sem hann átti í Borgarbyggð og nýi landeigandinn hefur mikil áform um uppbyggingu. Þetta gæti því hafa verið endirinn af Seleyrarbrennunum sem hafa verið föst hefð hjá okkur Borgnesingum. En þegar einni hefð líkur hefst önnur og við þetta tækifæri er um að gera að horfa með björtum augum framávið og skapa nýjar hefðir.      

Útihátíð í janúar

Vígsla nýrrar neysluvatnslagnar Orkuveitunnar verður við hátíðlega athöfn í Skallagrímsgarðinum á morgun. Skærasta stjarna Íslands um þessar mundir, Magni, stígur á stokk ásamt hljómsveit sinni og fleira og fleira verður í boði. Punkturinn yfir i-ið verður svo risa flugeldasýning að hætti Bjössa rafvirkja. Það sem vekur þó mesta tilhlökkun hjá mér er að sjá klakaskurðameistara að störfum. Mér líst með ágætum á þetta framtak Orkuveitunnar. Framtak stórfyrirtækja af menningarmálum eru þörf sérstaklega á landsbyggðinni þar sem bitist er um fjármagn.       

Annáll ársins 2006

Árið 2006 hófst með hvelli einsog hjá flestum Íslendingum. Í febrúar tók ég við sem formaður Egils fus af Bjarka Baxter sem hafði unnið gott starf á sínum 3. árum sem formaður. Á árinu voru sveitastjórnarkosningar, þær fyrstu í ný sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfyrði. Ég skipaði 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Stefnan var sett hátt þar sem Sjálfstæðismenn í Borgarfyrði ætluðu sér að fá flest atkvæðin. Það markmið náðist og meirihluti XD og L-lista jók við fylgi sitt. 3. apríl hætti ég hjá Njarðtak/Íslenska Gámafélaginu eftir ð hafa unnið þar meira og minna síðastliðin fjögur ár. Í apríl og fram í maí var ég að aðstoða pabba og Unnstein hleðslumeistara við bryggjuna í Englendingavík en við pabbi höfðum stofnað fyrirtæki um krókbíl sem við keyptum í mars auk þess sem við bættum mínígröfu við pakkann. Í maí byrjaði ég síðan að vinna sem flokkstjóri hjá Borgarbyggð. Það rigndi og rigndi í sumar og 17. júní hátíðarhöldin í Borgarnesi voru flutt inn vegna vætu í Skallagrímsgarðinum. Ég fékk nóg af vætu þannig að ég pantaði mér helgarferð til Spánar þar sem ég dvaldi hjá Sævari og Huldu sem voru með hús á leigu þar. Það var helvítið gaman en geðveikur hiti þar sem við lentum í byrjun á hitabylgju. Ég fór náttúrulega beint í vatnagarð á öðrum degi skjannahvítur og fínn og fékk heiftarlegan sólsting. Svo var 4. tíma seinkun á fluginu heim vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli þannig að ég svaf í 1 klst áður en ég mætti í vinnuna eitilhress. Það komu nokkrir góðir dagar í júlí og þá fór ég með flokkinn minn á Bjössaróló þar sem við máluðum öll tækin auk þess sem það var tekin skurkur í lóðinni við Óðal. Vinnuskólaferðin var svo hápunktur sumarsins hjá vinnuskólanum. Sigga Dóra manaði mig í kúluna í Tívolíinu við Smáralindina og Fannar fór að væla í bollunum með okkur Sissa því honum varð svo flökurt. Hann slapp þó við það að æla en það  voru ekki allir jafn heppnir. Eftir að krakkarnir hættu voru við flokkstjórarnir í allskonar dundi. Í lok ágúst var ég beðin að taka að mér að setja upp sýningu á munum og myndum úr Franska skipinu Pourquoi pas? Sem strandaði á Mýrum. Þar sem sýningin opnaði 15. sept var lítill tími til stefnu en með samstilltu átaki heppnaðist allt. Í októmber byrjaði ég síðan að vinna með pabba hjá HS verktak sem hafði þá bætt aðeins í tækjaflotann. Um miðjan nóvember vorum við svo beðnir að skreyta Borgarnes en við höfum gert það undanfarin ár hjá Njarðtak. Eftir kröftugt kjördæmaráðsþing á Ísafirði var mér boðið að taka 15. sæti á lista Sjálfstæðisflokksin í NV kjördæmi þannig að á nýu ári bíður skemmtileg en krefjandi vinna. Takk fyrir árið sem er að líða og meiki það næsta verða jafn gjöfult og skemmtilegt.    

Var aftaka Saddams Hussein réttmæt? lögleg? Siðsamleg? Skinsamleg?

Réttlætir manndráp annað manndráp, lifum við en þá eftir Gamlatestamentinu  auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Þó Saddam hafi fyrirskipað morð á þúsundum og aftöku heilu þjóðflokkana réttmætir það hengingu hans eftir sýndarréttarhöld að fyrirmynd Bandaríkjamanna? Hefði réttlætið ekki verði betur varið með því að láta stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna sjá um réttar höld yfir Saddam? Eða hefði kröfu Bandaríkjamana um dauða dóm þá ekki verið framfylgt? Var verið að dæma Saddam fyrir voða verk í Írak eða hryðjuverk í Bandaríkjunum? Hefði Saddam verið dæmdur til dauða fyrir sjálfstæðum dómstól? Hver veit? Það eru þúsundir spurninga sem liggja ósvaraðar í loftinu. Þeim verður vafalaust aldrei svarað. En hvað tekur við verðu Saddam tekin í dýrlingatölu í Írak og mun hann þá gera það sem hann gat ekki í lifanda lífi gera með dauða sínum, sigra Bandaríkjamenn? Ég held að dauður Saddam sé mun hættulegri en lifandi Saddam í fangaklefa.   

Jólahátíðin mikla

Ég hef verið hálf slappur í blogginu að undanförnu aðallega vegna anna við enduruppsetningu á jólaskrauti og öðrum jólaundirbúningi. Því er ekki seinna vænn en að bæta úr allavega ef ætlunin er að gera það á þessu ári, sem styttist óðum í annan endann. Jólin gengu sinn vanagang hjá mér með ómældu áti og tilheyrandi auk mikils svefns og bókalesturs. Auk þess sem við feðgarnir keyptum okkur gamla traktorsgröfu svona svo okkur myndi ekki fenna inni um jólin. Jólasnjórinn lét þó aðeins á sér standa í ár, vonumst bara eftir hvítum áramótum í staðin.       

Byrgið, hverjum er hægt að treysta?

Forstöðumaður Byrgisins brást því trausti sem honum var sýnt. Hrikalegur Kompás þáttur í kvöld sem mér finnst þó vera vel unnin af þáttastjórnendum. Guðmundur forstöðumaður byggði upp traust skjólstæðinga sinna og misnotaði svo aðstöðu sína og átti í kynferðislegu BDSM sambandi við þær. Hann virðist líta á sig sem Guð en hann virðist frekar vera einhverskonar skurðgoðadýrkandi en Guðsmaður. Guðmundur neitar alfarið öllum ásökunum og segir engin gögn vera til önnur en af honum og konu sinni. Hann er sakaður um að nýta fjármuni Byrgisins í eigi þágu og blanda saman við sín eigin. Hann virðist nokkurskonar æðstiprestur í sértrúarsöfnuði. Mér finnst þó erfitt að trúa þessari sögu Kompás í blindni því ég vill ekki trúa því að ríkisstyrkt starfsemi geti starfað svona eftirlitslítið og farið með ríkisstyrki einsog vasapeninga. Hvernig er almannafé varið í einkageiranum og hvernig er eftirliti varið? Hver ber ábyrgð í svona málum, gagnavart fórnarlömbum annarsvegar og ríkinu hinsvegar?     

Hvar erum við ef við þekkjum ekki söguna?

Nú í mars á Borgarnes 140 ára verslunarafmæli en sveitafélagið hyggst hinsvegar gera harla lítið til þess að minnast þessara tímamóta heldur stefna á 150 ára afmælið. Borgarnes byggist fyrst og fremst upp sem verslunar og þjónustu bær og þar verður hneisa fyrir okkur sem samfélag ef við komum ekki til með að minnast þessara tímamóta með veglegum hætti.   

Hyglum okkar hestum

Skemmtileg umræða í Kastljósinu í kvöld um flokksgæðings hátt þ.e. það hvernig flokkar koma sínum mönnum að í opinberstörf. Spyrillin virtist halda að þetta væri eitthvað sem Framsókn væri að finna upp en virtist ekki gera sér grein fyrir því að þetta hafa allir flokkar stundað, alla tíð. Ég veit ekki hvort þetta sé af hinu góða eða hvort þetta sé slæmt og kannski er ég blindur á það en mér finnst pólitískar ráðningar í pólitísk embætti vera eðlilegar því þú vilt hafa fólk í kringum þig sem þú treystir. Svo verður alltaf eitthvað af því fólki eftir þegar nýr meirihluti tekur við og einhver er þá til staðar til þess að fylgja þínum málum eftir. Það er ekki til sú ráðning í opinbert embætti sem er ekki pólitísk

Ágúst Einarsson ráðinn rektor á Bifröst

Það vekur upp spurningar þegar gengið er framhjá starfsfólki Bifrastar og leitað út fyrir hópinn að nýjum rektor. Rektor sem stuttu áður var hafnað í sama embætti hjá Háskóla Íslands. Hann var ekki nægilega góður fyrir HÍ en nægilega góður fyrir Háskólann á Bifröst. Er standardin lægri hjá Bifrastar skólanum? Eða eru aðrar áherslur? Eða sótti kannski enginn hæfari um? Er starf rektors á Bifröst eftirsóknarvert eða hefur umræða síðustu missera gjaldfellt starfið og þar með gert vænlega umsækjendur afhuga því? Það má velvera að Ágúst sé hæfur maður og vel að starfinu kominn en það verður erfitt að fylla það tóm sem Runólfur skilur eftir sig bæði sem rektor og ekki síður í skemmtanalífi þorpsins.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband